„Stoltur af því að eiga þátt í því að skrifa sögu Snæfells,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Hólmara í viðatli við Gest Einarsson frá Hæli í kvöld. Snæfell lagði Hamar í Frystikistunni í Domino´s deild kvenna í kvöld og tryggðu sér þannig deildarmeistaratitilinn. Hólmarar munu fá deildarmeistaratitilinn afhentan á heimavelli á næstunni. Gestur ræddi einnig við Hallgrím Brynjólfsson þjálfara Hamars að leik loknum sem og Hildi Sigurðardóttur leikmann Snæfells.



