spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Brynjar rýnir í sænsku úrslitakeppnina

Karfan TV: Brynjar rýnir í sænsku úrslitakeppnina

Við gerðumst svo lukkuleg að ná tali af Brynjari Þór Björnssyni, landsliðsmanni og leikmanni Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni en í kvöld hefst úrslitakeppnin þar í landi. Jamtland hafnaði í 9. sæti í Svíþjóð og komust því ekki inn í úrslitakeppnina. Við spáðum í spilin með Brynjari og sagði hann nánast ógerning að segja til um hverjir taki titilinn þetta árið en félagar Brynjars úr landsliðinu þeir Jakob Örn, Hlynur Elías og Pavel eiga titil að verja.
 
Leikir kvöldsins:
 
Norrköping Dolphins – 08 Stockholm HR
Södertalje Kings – Solna Vikings
Sundsvall Dragons – LF Basket
 
Leikirnir hefjast kl. 19:04 að sænskum tíma eða kl. 18:04 að íslenskum tíma. 

Fréttir
- Auglýsing -