spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Boltapabbar í Solna og Acox um sigurleikinn

Karfan TV: Boltapabbar í Solna og Acox um sigurleikinn

 
Fjöldi foreldra hefur lagt ferð sína til Solna í Svíþjóð til að fylgjast með unglingalandsliðum Íslands á Norðurlandamótinu í körfubolta. Karfan TV greip tvo boltapabba glóðvolga í gær á viðureign Íslands og Finnlands hjá 16 ára piltalandsliðinu. 
Þá ræddum við einnig við Kristófer Acox í morgun eftir sigur Íslands á Norðmönnum í flokki U18 ára en það var fyrsti sigur 18 ára karlaliðsins á NM og átti Kristófer sterkan dag í íslenska liðinu með 11 stig, 8 fráköst, 4 stolna bolta og 3 varin skot.
 
Fréttir
- Auglýsing -