spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Ætlum að verja titilinn

Karfan TV: Ætlum að verja titilinn

 
Ríkjandi bikarmeistarar Hauka drógust í dag í 8-liða úrslit á móti Njarðvík í Poweradebikarkeppni kvenna en á síðustu leiktíð stýrði Henning Henningsson Haukum til sigurs í Laugardalshöll gegn Keflavík.
Karfan TV ræddi við Henning eftir bikardráttinn í dag og eiga Hafnfirðingar harma að hefna gegn Njarðvíkingum eftir útreið í deildinni að Ásvöllum. Það er reyndar skammt stórra högga á milli því liðin mætast í síðasta deildarleiknum fyrir jól í Njarðvík næsta miðvikudag og svo strax aftur á nýju ári í 8-liða úrslitum bikarsins.
 
Fréttir
- Auglýsing -