spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Aabyhøj vill Ragnar í dönsku úrvalsdeildina

Karfan TV: Aabyhøj vill Ragnar í dönsku úrvalsdeildina

 
Norðurlandamóti yngri landsliða lauk í Solna í Svíþjóð um síðustu helgi og þar hittum við fyrir Arnar Guðjónsson sem nýverið tók við sem aðalþjálfari Aabyhøj í dönsku úrvalsdeildinni. Arnar var staddur á NM sem meðlimur í teymi U20 ára landsliðs Dana sem lék æfingaleiki í Svíþjóð sem lið í undirbúningi fyrir NM U20.
Arnar uppljóstraði því í viðtalinu að Aabyhøj ætti í viðræðum við miðherjann Ragnar Natahanaelsson hjá Hamri en eins og flestum er kunnugt skrifaði Ragnar nýverið undir framlengingu hjá Hamri sem leikur í 1. deild karla á næstu leiktíð. Arnar sagðist vonast til þess að geta notið starfskrafta Ragnars og að danska úrvalsdeildin væri fínn stökkpallur inn í önnur verkefni.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -