spot_img
HomeFréttirKarfan skorar á stuðningsmannafélögin

Karfan skorar á stuðningsmannafélögin

Ísland leikur á þriðjudaginn gegn Ísrael í Evrópukeppni landsliða í laugardalshöllinni.  Leikurinn er þriðji leikur Íslands í keppninni eftir sigur gegn Slóvakíu og naumt tap gegn sterku liði Serba.  
Það er svo sannarlega verðugt verkefni að takast á við lið ísraela sem eru í 31. sæti á styrkleikalista Fiba yfir sterkustu körfuboltaþjóðir heims.  

Til þess að takast á við þessa sterku þjóð þarf landsliðið á þínum stuðningi að halda og skorar Karfan.is hér með á stuðningsmannafélögin á Íslandi að sýna styrk sinn og mæta á leikinn.  

Græni Drekinn, stuðningsmannafélag Þórs frá Þorlákshöfn, Stinningskaldi, stuðningsmannafélag Grindavíkur, Pumasveitin, stuðningsmannafélag Keflavíkur, Miðjan, stuðningsmannafélag KR og svona mætti lengi halda áfram.  Mætir þú með þínu stuðningsmannafélagi til þess að styðja Ísland á þriðjudaginn?

Mætum í höllina á þriðjudaginn og styðjum íslenska landsliðið til sigurs!

Áfram Ísland

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -