Icelandic Group PLC og Karfan.is hafa gert með sér samstarfssamning í tilefni af Norðurlandamóti unglingalandsliða í körfuknattleik sem hefst í Solna í Svíþjóð í dag 12. maí og stendur til 16. maí næstkomandi.
Með þessum nýja samningi getur Karfan.is fjallað ítarlega um mótið í Svíþjóð í bæði máli og myndum. Fjögur íslensk unglingalandslið taka þátt á mótinu eins og venja er en það eru U 16 ára lið karla og kvenna og U 18 ára lið karla og kvenna.
Icelandic Group PLC styrkir Karfan.is til fararinnar en fyrirtækið selur íslenskar sjávarafurðir á fjölmörgum erlendum mörkuðum. Þá framleiðir Icelandic Group einnig töluvert af sjávarafurðum undir merki sínu Icelandic.
Það er U 18 ára lið kvenna sem ríður á vaðið í dag þegar það mætir Finnum kl. 17:00 að staðartíma eða kl. 15:00 að íslenskum tíma.



