spot_img
HomeFréttirKarfan.is komin í nýjan búning

Karfan.is komin í nýjan búning

Þá er Karfan.is komin í nýjan búning en Karfan.is og Smartmedia hafa undanfarið unnið að uppsetningu síðunnar sem síðan var opnuð formlega í hádeginu í dag. Það var Garðar H. Eyjólfsson verkefnastjóri hjá Smartmedia sem opnaði síðuna en honum til liðsinnis voru ritstjórnarmeðlimirnir Hörður D. Tulinius og Skúli Sigurðsson.

„Síðan er farin í nýtt vefumsjónarkerfi sem Smartmedia hefur nýverið hleypt af stokkum en kerfið hefur verið í þróun í rúmt ár. Það verður fovitnilegt að sjá útkomuna enda Karfan.is ein stærsta síðan sem er í vistun hjá okkur og notast við nýja kerfið,“ sagði Garðar við opnun síðunnar. 

Skúli Sigurðsson hafði veg og vanda að hönnun útlits síðunnar og sagði hann nýja kerfið hjá Smartmedia stórt stökk upp á við. „Við viljum fylgja nútímanum og erum gríðarlega ánægðir með nýja kerfið frá Smartmedia sem og lipra og skjóta þjónustu þeirra Smartmedia-manna.“

Mynd/ Jón Björn – Frá vinstri: Hörður D. Tulinius frá Karfan.is, Garðar H. Eyjólfsson frá Smartmedia og Skúli Sigurðsson frá Karfan.is.

Fréttir
- Auglýsing -