Karfan.is fagnar í dag 9 ára afmæli sínu. Af þessu tilefni vilja forsvarsmenn síðunnar koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra ötullu einstaklinga sem lagt hafa síðunni lið á þessum tíma.
Hringinn í kringum landið er fólk að reima þétt að sér skóna og spreyta sig í boltanum og vel hefur gengið að fá einstaklinga til að greina frá framvindu mála hvar sem drepið er niður í landshlutunum sem er ómetanlegt.
Karfan.is hóf göngu sína á veraldarvefnum þann 14. desember árið 2005. Stofnendur síðunnar voru þeir [email protected], Davíð Ingi Jóhannsson og Ingvi Steinn Jóhannsson. Davíð Ingi hannaði lógó (kennitákn) síðunnar og á höfundarréttinn að merkinu. Hjörtur Guðbjartsson sá um tæknilegan undirbúning að vefsíðunni og notaði til þess vefforritið Joomla. Árið 2009 tók vefsíðan stakkaskiptum þegar Sæþór Orri Guðjónsson kom Karfan.is inn í Smartwebber vefumsjónarforrit en honum til aðstoðar var sérlegur tæknimaður Karfan.is, Skúli B. Sigurðsson. Nýtt útlit síðurnar var í höndum Skúla. Frá stofnun Karfan.is hefur síðan verið vistuð af Greind en með tilkomu nýrrar síðu síðla árs 2009 færðist vistunin yfir til Smartmedia.
Gestum síðunnar hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun árið 2005 og í dag skipta vikulegir gestir þúsundum og kunna forsvarsmenn Karfan.is lesendum sínum bestu þakkir fyrir vikið.
Karfan.is er ávallt í leit að nýjum sjálfboðaliðum sem sjá sér fært um að efla umfjöllun á síðunni þá sér í lagi þeir sem gætu hugsað sér að skrifa um eða ljósmynda körfubolta.
Á lokahófi KKÍ 2008 fékk Karfan.is sérstök heiðursverðlaun KKÍ fyrir óeigingjarnt starf í þágu körfuboltans á Íslandi.
Ritstjórn síðunna í dag skipa: Hörður D. Tulinius, [email protected] og [email protected]



