spot_img
HomeFréttirKarfan.is biður FSu afsökunar

Karfan.is biður FSu afsökunar

08:15
{mosimage}

 

Þann 25. apríl síðastliðinn átti sá hvimleiði atburður sér stað hér hjá okkur á Karfan.is að tölvuþrjótur (þrjótar) brutust inn á síðuna og settu þar inn frétt í leyfisleysi er varðar undanúrslitaleik KR og FSu á Íslandsmótinu í unglingaflokki karla.

 

Skemmst er frá því að segja að FSu hafði sigur í leiknum og lék svo til úrslita gegn Fjölni þar sem Selfyssingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.

 

Hinn leiði atburður átti sér stað í kjölfar undanúrslitaleiksins þar sem tölvuþrjóturinn braut sér leið inn á Karfan.is og skrifaði þar frétt í algjöru leyfisleysi sem á engan hátt endurspeglar skoðanir ritsjórnar hér á Karfan.is.

 

Ekki verður haft eftir nákvæmlega það sem stóð í fréttinni en þar var ýjað að því að Brynjar Karl Sigurðsson hefði vísvitandi gerst brotlegur við reglur Körfuknattleikssambands Íslands.

 

Síðan þetta mál kom upp 25. apríl hefur okkur ekki enn tekist að hafa uppi á þeim aðila sem braust inn á síðuna en öryggismál vefsíðunnar hafa verið tekin til endurskoðunar.

 

Karfan.is vill formlega biðja Brynjar Karl og forsvarsmenn FSu afsökunar á þessu leiðindamáli.

 

Með von um áframhaldandi gott samstarf.

 

Jón Björn Ólafsson

Ritstjóri Karfan.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -