Hafþór Ingi Gunnarsson er búinn að skora körfu tímabilsins á Íslandi ef ekki körfu ársins þessa leiktíðina í öllum deildum heims! Hafþór var í eldlínunni með Skallagrím í gærkvöldi sem máttu þola ósigur gegn Val í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla.
Staðan var 12-7 Val í vil og heimamenn voru að pressa stíft á gestina. Sigurður Þórarinsson brunaði upp völlinn og ógnaði pressu Vals á sprettinum. Hafþór var með boltann og hugðist væntanlega gefa á Sigurð en þess í stað, karfa ársins!
Mögnuð tilþrif hjá Hafþóri sem minnkaði muninn í 12-10 en Valsmenn létu ekki körfu ársins brjóta sig heldur lönduðu sigri í leiknum 95-89 og geta með sigri í næsta leik tryggt sig áfram í úrslit 1. deildar þar sem barist er um sæti í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð.



