spot_img

Karen Lind til Þórs

Karen Lind Helgadóttir hefur samið við Þór Akureyri um að leika með félaginu í 1. deild kvenna á komandi leiktíð.

Síðastliðin tvö tímabil hefur Karen, sem á að baki leiki með yngri landsliðunum Íslands, leikið með Tindastól í 1. deildinni en hún steig sín fyrstu spor í meistaraflokki með Þór haustið 2017, rétt fyrir 14 ára afmælið sitt. Hún lék 16 leiki með Tindastól í vetur og var þar með var 6,1 stig, 5,6 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þór Akureyri er að tefla fram liði í fyrsta sinn síðan 2018-2019 tímabilið en þá endaði það í þriðja sæti 1. deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -