spot_img
HomeFréttirKapteinn Kirk tilbúinn að axla sitt hlutverk í nýju liði

Kapteinn Kirk tilbúinn að axla sitt hlutverk í nýju liði

Kirk Hinrich var skipt frá Chicago til Washington í síðasta mánuði. En þá var lið hans, ásamt nokkrum öðrum, að reyna búa til eins mikið pláss undir launaþaki sínu til að lokka þá félaga Dwayne Wade og LeBron James til sín. Chicago gaf nánast Hinrich til Washington en þar fær hann hlutverk lærimeistara.
Washington valdi leikstjórnandan John Wall með fyrsta valréttinum í síðasta mánuði en þá stöðu leikur Hinrich sömuleiðis. Þannig að hans hlutverk verður að hjálpa þessum unga efnilega leikmanni að verða að stjórstjörnu og leiða Washington liðið til hæstu hæða.
 
Þetta hlutverk þekkir Hinrich svo sem ágætlega en sama gerðist hjá Chicago. En þá fékk félagið Derrick Rose með fyrsta valrétti í nýliðavali og þá þurfti Hinrich að stíga til hliðar sem leikstjórnandi og taka að sér hlutverk lærimeistara.
 
Hinrich telur sig þó geta leyst fleiri stöður og það er einn hans helsti styrkleiki. Að vera á vellinum og leysa ákveðnar stöður ásamt því að hjálpa ungum leikstjórnanda. ,,Ég tel mig gea leyst báðar stöðurnar,” sagði Hinrich sem er mjög spenntur að hefja tímabilið hjá liði sem er með átta leikmenn sem eru 25 ára og yngri og þar af fjóra nýliða.
 
 
Mynd: Gilbert Arenas verður með Washington í vetur eftir 50 leikjabannið sitt. Þessi aðstaða mun aðeins koma upp næsta vetur á æfingum.
 
Fréttir
- Auglýsing -