spot_img
HomeFréttirKanada tryggði sér síðasta sætið í áttaliða úrslitum

Kanada tryggði sér síðasta sætið í áttaliða úrslitum

9:00

{mosimage}

Dirk Nowitzki var sjóðheitur í gær 

Riðlakeppni forkeppni Ólympíuleikanna lauk í gær og tryggðu Kanadamenn sér síðasta sætið í áttaliða úrslitum með sigri á Suður Kóreu, 79-77 eftir að Kórumenn leiddu í hálfleik 49-33 og æsispennandi lokamínútur. Kórea leiddi 77-65 þegar 3:12 voru eftir þeir komust yfir 79-77 með þriggja stiga skoti frá Jermaine Anderson þegar 34 sekúndur voru eftir. Rowan Barrett  leikmaður Chalon í Frakklandi sem skoraði mest fyrir Kanadamenn eða 22 stig. Kanadamenn mæta svo Króötum í áttaliða úrslitunum á morgun.

Önnur úrslit gærdagsins voru þau að Króatar sigruðu Puerto Rico 95-81. Davor Kus leikmaður Unicaja Malaga og Marko Tomas leikmaður Real Madrid skoruðu mest Króata, 15 stig hvor.

Þá unnu Þjóðverjar Ný Sjálendinga 89-71 eftir að Ný Sjálendingar höfðu leitt með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta. Tall Black eins og lið Ný Sjálendinga er kallað skoraði svo aðeins 7 stig í öðrum leikhluta á meðan Þjóðverjar skoruðu 24 og þar með var björninn eða kiwifuglinn unninn. Dirk Nowitzki skoraði mest Þjóðverja eða 35 stig, hann  er nú næst stigahæstur í mótinu á eftir Ný Sjálendingnum Kirk Penney sem skoraði 29 stig í gær. Penney þessi leikur með New Zealand Breakers. Ben Hill fyrrum leikmaður Hattar kom ekki við sögu í leiknum.

Síðasti leikur gærdagsins var leikur Grikkja og Brasilíumanna og unnu heimamenn öruggan sigur 89-69. Antonis Fotis frá Panathinaikos var stigahæstur Grikkja með 18 stig. Konstantinos Tsartsaris fyrrum leikmaður Grindavíkur skoraði 9 stig í leiknum.

Áttaliða úrslitin hefjast á morgun og þar mætast eins og fyrr segir Króatía og Kanada, Slóvenía og Puerto Rico, Þýskaland og Braislía og að lokum Grikkland og Nýja Sjáland.

Það eru þrjár þjóðir sem komast á Ólympíuleikana úr þessari keppni.

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -