spot_img
HomeFréttirKaliforníureisunni lokið hjá TCU

Kaliforníureisunni lokið hjá TCU

10:10
{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir)

Bandaríska háskólaliðið TCU vann tvo síðustu leiki sína í Kaliforníuferð sinni sem lauk aðfararnótt mánudagsins. Helena Sverrisdóttir var allt í öllu í liði TCU og gerði m.a. 17 stig í síðasta leiknum þegar TCU hafði betur gegn Kaliforníuháskólanum 82-73.

Helena lék í 39 mínútur í leiknum, gerði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Nú eru aðeins tveir leikir eftir hjá TCU fram að jólum en sá fyrri er gegn Oklahoma State skólanum þann 14. desember og sá síðari þann 21. desember gegn Texas A&M skólanum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -