spot_img
HomeFréttirKæmi ekki á óvart ef ég tæki nokkur fráköst

Kæmi ekki á óvart ef ég tæki nokkur fráköst

11:01

{mosimage}

Akureyringurinn Ólafur Halldór Torfason hefur gert garðinn frægan í ameríska fótboltanum undanfarið en ætlar að taka fram körfuboltaskóna og spila með Þórsliðinu í Iceland Express deildinni. Frá þessu er greint á visir.is

„Ég er búinn að vera að æfa með Þór öll jólin og ætla að reyna að vera með í hópnum á móti Snæfelli og ÍR," segir Ólafur og bætir við: „Ég er búinn að vera að spila körfubolta síðan ég var smápjatti og hef síðan alltaf spilað körfu með fótboltanum þegar það hefur gefist tími til þess í skólanum.

Ég held mér alltaf við og svo er ég í fínu formi frá fótboltanum. Þetta snýst því bara um að læra kerfin og komast í öðruvísi hlaupaform," segir Ólafur. Ég vona að ég fái að fara inn á því það er allavega hægt að nota fimm villur á móti þessum körlum. Ég er samt svolítið ryðgaður. Við förum því ekki að sjá einhver tíu stig í leik hjá mér en það kæmi ekkert á óvart ef ég nældi í fjórar villur og tæki nokkur fráköst á móti þessum strákum," segir Ólafur sem kann vel við sig í fótboltanum.

„Það hefur gengið vel því við erum þrefaldir Bandaríkjameistarar í deildinni sem er fyrir skóla sem hafa yfir minna fjármagni að ráða," segir Ólafur. Ólafur segir mikinn mun á greinunum.

„Helsti munurinn á körfunni og ameríska fótboltanum eru þessi stöðugu hlaup í körfunni. Þú ert á fullu í tíu mínútur en færð síðan að setjast en í ameríska fótboltanum þá tekur þú á í tíu til fimmtán sekúndur en síðan færðu hlé. Það er mikið um stutta spretti og átök og kannski eins og þú værir að stíga út og fara upp í frákast aftur og aftur," lýsir Ólafur sem hlakkar mikið til að fá loksins að spila með Þór.

„Ég er búinn spila heilan helling af einhverjum unglingalandsleikjum og 1. deildarleikjum með Þór en hef aldrei náð því að spila í úrvalsdeild," segir Ólafur að lokum en leikurinn á móti Snæfelli er í Stykkishólmi klukkan 19.15 í kvöld.

www.visir.is

Mynd: www.thorsport.is

 

Fréttir
- Auglýsing -