spot_img
HomeFréttirJustin Shouse líklega með á fimmtudag

Justin Shouse líklega með á fimmtudag

Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar mun að öllum líkindum taka þátt í úrslitakeppninni eftir að hafa verið frá í nokkurn tíma vegna meiðsla. Þetta staðfesti Hrafn í samtali við Karfan.is á blaðamannafundi í gær. 

 

Justin hefur ekki verið með liðinu frá því í sigrinum á Keflavík þann 27. janúar síðastliðinn og hafði verið meiddur í nokkurn tíma á undan því. Ljóst er að Justin er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið þar sem bröguglega hefur gengið hjá Stjörnunni í hans fjarveru. Hann er með 17 stig 4,5 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik og stjórnar sóknarleik liðsins eins og herforingi. Hann var svo á skýrslu gegn KR í síðasta deildarleik umferðarinnar en lék ekkert.

 

 

„Vildum prófa að koma honum í keppnisumhverfið í leiknum gegn KR og í framhaldi af því tók hann þátt í sinni fyrstu "full contact" æfingu og hann virtist ekki sýna nein einkenni eftir það. Svo ég býst við honum í búning og eitthvað inná vellinum í leiknum á fimmtudag.“  sagði Hrafn í viðtali við Karfan.is sem birtast mun fyrir fyrsta leik liðanna. 

 

Stjarnan fær ÍR í heimsókn í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildarinnar á fimmtudag kl 19:15. 

Fréttir
- Auglýsing -