spot_img
HomeFréttirJustin Shouse ekki með Stjörnunni

Justin Shouse ekki með Stjörnunni

 

Leikstjórnandinn knái Justin Shouse verður ekki í liði Stjörnunnar sem fær Þór í heimsókn í kvöld samkvæmt þjálfara liðsins, Hrafni Kristjánssyni. Shouse, sem að upphaflega meiddist á höfði fyrir nokkrum vikum, hafði fyrir bikarhléið gert ráð fyrir að það yrði notað til þess að leita ráða hjá læknum og hvíla sig fyrir lokasprett deildarkeppninnar. Það hefur greinilega ekki alveg gengið eftir og ljóst er að leikmaðurinn missir af fleiri leikjum af ofangreindum ástæðum. Hversu mörgum, fyrir utan þennan í kvöld, þó ekkert víst. Áhyggjuatriði fyrir Stjörnuna sem er sem stendur í 2. sæti deildarinnar. Justin verið góður í vetur, 17 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -