Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar fór fram á dögunum þar sem Justin Shouse og Lára Flosadóttir voru valdir bestu leikmenn ársins. Karlalið Stjörnunnar datt nýverið út í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar eftir 2-1 ósigur í einvígi gegn Njarðvík en félagið telfdi svo fram kvennaliði í fyrsta sinn í sögu Garðabæjar og hafnaði Stjarnan í 4. sæti í 6 liða deild.
Þau Árnína Rúnarsdóttir og Birkir Guðlaugsson voru svo útnefnd varnarmenn ársins.
Ljósmynd/ Justin Shouse var valinn besti leikmaður Stjörnunnar þessa leiktíðina.



