spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaJustas í Vesturbærinn - EC og Jordan á förum

Justas í Vesturbærinn – EC og Jordan á förum

KR hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.

Justas er 28 ára gamall bakvörður og 194 cm á hæð sem kemur til liðsins frá CSU Sibiu sem í Rúmeníu, en hann hefur spilað í efstu deild í Litháen og Rúmeníu undanfarin ár. Justas mun vera kominn til landsins og verður hann líklega með liðinu komandi fimmtudag fái hann leikheimild í tæka tíð.

Koma Justas til KR kemur sama dag og staðfest var á mbl að EC Matthews og Jordan Semple væru á förum frá félaginu, en samkvæmt heimildum Körfunnar er ekki ólíklegt að þriðji lykilleikmaður þeirra, Dagur Kár Jónsson, fari einnig eitthvað annað.

Fréttir
- Auglýsing -