spot_img
HomeFréttirJunior æðið á Íslandi

Junior æðið á Íslandi

Líklegast er það bara tilviljunin ein sem ræður för en nokkurskonar Junior-æði hefur gripið um sig í Domino´s deild karla. Alls sex leikmenn léku eða leika í deildinni þessa vertíðina sem bera nafnið Jr. eða junior sem oftar en ekki þýðir á enska tungu að það er til „senior“ útgáfa af viðkomandi.
 
 
Fjórir af þessum Junior-um eru enn á lífi í úrslitakeppninni, spurning hvort það sé heillamerki að hafa eitt stykki Junior innan sinna raða. Þeir hafa líkast til aldrei verið fleiri að minnsta kosti á einni leiktíð, skemmtileg tilviljun.
 
Demond Watt Jr. – KR
Earnest Lewis Clinch Jr. – Grindavík
Tracy Smith Jr. – Njarðvík
Mike Cook Jr. – Þór Þorlákshöfn
Matthew James Hairston – a.k.a Junir Hairston -Stjarnan
 
Farnir:
Terry Leake Jr. – ÍR og KR
  
Mynd/ [email protected] – Earnes Lewis Clinch Jr. leikmaður Grindavíkur er einn af sex Junior-um sem hafa sett svip sinn á Domino´s deild karla þetta tímabilið.
Fréttir
- Auglýsing -