Julia Demirer var kát í bragði eftir 81-75 sigur Hamars gegn KR í úrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag. Staðan í einvíginu er því 2-2 og oddaleikur á þrijðudag en Julia átti mestan þátt í sigri dagsins enda fór hún gersamlega á kostum með 23 stig og 26 fráköst. Julia er að leika meidd en meiðslin hafa verið að elta hana síðan í rimmunni gegn Keflavík.
Hvernig ferðu að þessu, 23 stig og 26 fráköst!
Maður gerir sér bara grein fyrir því að maður vill alls ekki að þessu ljúki og því fer maður fullur sjálfstrausts inn í leikina og um það snúast úrslitin.
Hvað hefur verið að angra þig í skrokknum undanfarið?
Annað hnéið á mér hefur angrað mig síðustu 3-4 vikur og rimman gegn Keflavík tók sinn toll á hnénu en það bólgnaði mikið og ég þurfti að láta tappa af því og fá sprautur. Mér var sagt að ég þyrfti að hætta að spila á meðan ég jafnaði mig, fékk að heyra það um daginn en ég sagði þeim að við ættum tvo leiki eftir. Læknarnir linuðust þá og gáfu mér grænt ljós á að klára þetta.
Demirer virtist hafa litla hugmynd um hvers konar tölum hún væri að skila af sér í leiknum svo það lá beinast við að spyrja hvort þær kæmu henni á óvart?
Já reyndar, en ég reyni yfirleitt að útiloka þessa hluti, vera ekki að horfa á töfluna og segi við mig að stigin skipti ekki máli, ég kemst bara að þessu seinna.
Hvort Hamarsliðið mætir til leiks á þriðjudag? Liðið í leikjum 1 og 4 eða liðið í leikjum 2 og 3?
Ég held að sameinað lið Hamars úr leikjum 1 og 4 mæti á þriðjudag.
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski



