spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaJulia Demirer til Hamars/Þórs

Julia Demirer til Hamars/Þórs

Lið Hamars/Þórs í fyrstu deild kvenna er komið með leikheimild fyrir hina pólsku Julia Demirer.

Julia er 187 cm, 40 ára, framherji sem ætti að vera íslenskum aðdáendum kunn, en hún lék fyrir Hamar tvö tímabil 2008 til 2010 og síðan Njarðvík tímabilið 2010-11, en á því tímabili skilaði hún 16 stigum og 12 fráköstum að meðaltali í leik.

Ásamt því að hafa leikið á sínum tíma á Íslandi hefur Julia einnig leikið sem atvinnumaður í Tékklandi og í Tyrklandi.

Hamar/Þór er sem stendur í 8.-11. sæti fyrstu deildarinnar með aðeins einn sigur í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins, en þá eru þær einnig komnar í 8 liða úrslit VÍS bikarkeppninnar.

Fréttir
- Auglýsing -