spot_img
HomeFréttirJovana: Vorum ekki tilbúnar að kveðja tímabilið

Jovana: Vorum ekki tilbúnar að kveðja tímabilið

23:45
{mosimage}

(Candace Futrell og Jovana í baráttunni í DHL-Höllinni í kvöld)  


Grindavík átti engan annan kost en að vinna KR í kvöld í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Tap hefði þýtt sumarfrí fyrir bikarmeistarana. Grindavík gerði góða ferð í DHL-Höllina og vann sinn fyrsta sigur í vetur þar á bæ. Lokatölur leiksins voru 66-78 Grindavík í vil þar sem Tiffany Roberson gerði 26 stig og tók 14 fráköst fyrir Grindvíkinga en í liði KR var Candace Futrell með 29 stig og 13 fráköst.

 

Jovana Lilja Stefánsdóttir fyrirliði Grindavíkur var með 13 stig í kvöld og 7 fráköst og sagði að Grindvíkingar hefðu ekki verið reiðubúnir til þess að kveðja leiktíðina og að forláta plakat sem birt var á heimasíðu KR í dag hefði kveikt í Grindvíkingum.

 

„Við vorum skrefinu á undan allan tíman og vorum alltaf með ákveðna forystu sem við náðum að halda. Við stigum vel út í kvöld og hittum úr þessum opnu skotum sem hafa ekki dottið í síðustu tveimur leikjum liðanna,“ sagði Jovana og var einnig ánægð með hvernig boltinn gekk í sókninni gegn svæðisvörn KR sem hefur reynst Grindavík ókleyfur múr í fyrstu tveimur leikjum liðanna.

 

„Við sáum ákveðin skilaboð til okkar á heimasíðu KR í dag og við prentuðum þetta út og settum það á veggina í klefanum og það dugði enda komum við vel stemmdar til leiks í kvöld,“ sagði Jovana en í frétt á heimasíðu KR fyrr í dag var plakat af Grindavíkurkonum frá úrslitaleik bikarkeppninnar. Á plakatinu stóð „Saltaðar“ og Grindvíkingar sýndu í kvöld að annað var uppi á teningnum. (Smellið hér til að sjá umrætt plakat á heimasíðu KR)

 

„Þetta plakat notuðum við til að kveikja í okkur en í raun vorum við alls ekki tilbúnar til að kveðja þetta tímabil,“ sagði Jovana og þar sem Grindavík hafði sigur í kvöld þarf í það minnsta að blása til fjórða leiksins. Sá leikur fer fram í Röstinni í Grindavík á laugardag.

 

Tölfræði leiksins

 

Mynd: Stefán Helgi Valsson

Texti: [email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -