spot_img
HomeFréttirJovana: Við erum ennþá hungraðar

Jovana: Við erum ennþá hungraðar

17:24

{mosimage}
(Þessi endaði í Grindavík)

Grindvíkingar lönduðu bikarmeistaratitlinum á dögunum og Jovana Stefánsdóttir fyrirliði Grindavíkur sagði sitt lið vera allt annað en saddar og nú þegar þær væru komnar á bragðið vildu þær fleiri titila.

,,Ég verð að viðurkenna það að voru vonbrigði að ná ekki 2. sætinu af KR. Það munaði fjórum stigum og ef við hefðum unnið betur í fráköstunum og vörninni í fyrri hálfeik hefðum við tekið hann en þýðir víst lítið að hugsa um það núna,” sagði Jovana en Grindavík þurfti að vinna lokaleik Iceland Express-deildarinnar gegn KR með 16 stiga mun en þær unnu með 12 stigum og því varð KR í 2. sæti og Grindaví í því þriðja.

,,Það er ljóst að við verðum að vinna í kvöld. Það er líka kominn tími til að við vinnum þær á útivelli. Við vitum hverjar við þurfum að stoppa og hvað þarf að gera. Það er bara að gera það,” sagði Jovana og bætti við að lið hennar ætlaði sér titilinn. ,,Það er nú bara þannig að nú vitum hvernig það er að vinna titil og það er góð tilfinning og það gerir okkur ennþá hungraðri í þann næsta sem er ennþá stærri,” sagði Jovan að lokum.

Emil Örn Sigurðarson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -