spot_img
HomeFréttirJovana komin með lið í Þýskalandi

Jovana komin með lið í Þýskalandi

 
Grindvíkingurinn Jovana Lilja Stefánsdóttir er komin af stað á nýjan leik í körfunni og nú í Þýskalandi. Jovana sagði skilið við Grindvíkinga í sumar þegar hún ákvað að flytjast til Þýskalands. Jovana fann sér lið í þýsku 3. deildinni sem heitir Vfl Waiblingen.
,,Það er mjög stutt að keyra á æfingar eða um 10 mínútur í bíl. Þetta er áhugamannabolti þar sem við spilum einn leik á viku og kannski frekar lítið miðað við það sem maður á að venjast,“ sagði Jovana í snörpu samtali við Karfan.is.
 
Fréttir
- Auglýsing -