spot_img
HomeFréttirJovana: Allir klárir, allir frískir

Jovana: Allir klárir, allir frískir

16:00
{mosimage}

(Jovana í leiknum gegn Keflavík síðastliðinn desember) 

Jovana Lilja Stefánsdóttir segir Grindavíkurkonur að sjálfsögðu stefna að sigri í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld og að allir liðsmenn Grindavíkur séu frískir og klárir í slaginn. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Keflavík. 

,,Við höfum ekki enn unnið í Keflavík í vetur og þetta er erfiður útivöllur en ég hef fulla trú á því að við eigum að vinna leikinn ef við spilum af fullum krafti,” sagði Jovana. Grindvíkingar hafa verið illviðráðanlegir með Tiffany Roberson í broddi fylkingar en hún hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og gerir að jafnaði 25,1 stig í leik fyrir Grindavík. 

,,Með Bryndísi meidda skiptir það miklu máli að koma boltanum inn í teig á Tiffany en hún er okkar aðalskorari og ef skotin detta hjá okkur og vörnin smellur saman þá verður þetta Grindavíkursigur. Þetta verður bara spennandi leikur í kvöld og vonandi verður fullt af fólki sem mætir á leikinn. 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -