spot_img
HomeFréttirJovan tippar á sigur Makedóna

Jovan tippar á sigur Makedóna

 
Jovan Zdravevski leikmaður Stjörnunnar fékk nýverið íslenskt ríkisfang en hann er frá Makedóníu og fyrir um það bil tveimur árum fór hann á nokkrar æfingar með landsliðinu. Nú er svo búið að kl. 14.30 í dag mun Makedónía leika gegn Spánverjum í undanúrslitum Evrópukeppninnar og Jovan fer ekkert í grafgötur með sína spá, hann tippar á að Makedónar fari áfram!
Við byrjuðum á því að spyrja Jovna hvað hann ætlaði að gera í dag kl. 14.30 og það stóð ekki á svörunum: ,,Horfa á Makedóníu vinna Spán.“
 
Við báðum Jovan einnig um að gefa okkur smá innsýn í liðið:
 
,,Liðið er fjölbreytt og þessvegna eru þeir sterkir, liðið er skipað sterkum varnarmönnum og þeirra helsti styrkur er Pero Antic. Hann er 209 sm. að hæð en getur spilað jafnt úti sem inni í teig. Liðið er þétt og hreyfir sig hratt og mikið í vörninni og þeir leyfa ekki stóru leikmönnum andstæðinganna að líða vel inni í teignum. Hjálparvörnin er góð og með Antic, Bo McCalebb og Vlado Ilievski getur liðið gert mjög góða hluti. McCalebb var svo sá leikmaður sem liðið klárlega vantaði, hann getur skorað nánast að vild,“ sagði Jovan en hvernig sér hann leik Makedóna og Spánar þróast á eftir?
 
,,Ég held að leikurinn verði jafn allt til enda. Makedónar eru hafa Ilievski í leikstjórnendastöðunni sem er gríðarlega reyndur og stöðugur og mun berjast um að stjórna hraða leiksins. Þá helt ég að leikmaður eins og Antic geti staðið sig betur en flestir aðrir gegn Pau Gasol og það mun hjálpa liðinu mikið. Leikurinn verður áhugaverður en Spánn hefur dýptina á bekknum fram yfir Makedóníu. Liðið notar að mestu aðeins 8 leikmenn en ég tel engu að síður að Makedónía vinni leikinn í dag enda eru þeir gríðarlega einbeittir,“ sagði Jovan en við slepptum honum ekki nema hann leggði nokkur orð í belg um Stjörnuliðið, þar stóð ekki heldur á svörum.
 
,,Stjarnan er í fínu formi um þessar mundir,“ sagði Jovan og það skyldi maður nú ætla enda rassskelltu þeir Grindvíkinga í gærkvöldi. ,,Við erum vissulega ekki í okkar besta formi en margir lögðu mikið á sig í sumar svo við erum þokkalegir núna. Markmiðið er ekkert leyndarmálo og það er að vinna titilinn. Við tókum silfrið í fyrra og ég tel okkur hafa alla burði til þess að verða meistarar í ár. Sem lið þurfum við þá að vinna vel alla leiktíðina.“
 
Mynd/ [email protected] Jovan spáir Makedónum áfram og Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinum.
 
Fréttir
- Auglýsing -