spot_img
HomeFréttirJovan í búning gegn Val - Garrison farinn

Jovan í búning gegn Val – Garrison farinn

Jovan Zdravevski verður í búning með Stjörnunni á eftir þegar liðið heimsækir Val í Vodafonehöllina í Iceland Express deild karla. Þetta verður þá í fyrsta skipti sem Jovan spilar með Stjörnunni síðan liðið mætti KR í októbermánuði síðastliðnum en Jovan hefur verið að glíma við erfið meiðsli.
Samkvæmt heimildum Karfan.is hefur Jovan æft undanfarna viku með Stjörnunni og meiðslin hafa ekki angrað hann og því mikið gleðiefni fyrir Garðbæinga ef Jovan kemst sem fyrst á skrið.
 
Þá verður Garrison Johnson ekki með Valsmönnum í kvöld þar sem hann hefur yfirgefið félagið að eigin ósk en þetta staðfesti Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals við Karfan.is í dag.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -