spot_img
HomeFréttirJovan: Erum komnir á rétt spor

Jovan: Erum komnir á rétt spor

 
,,Það var virkilega erfitt að vera á bekknum með fimm villur síðustu mínúturnar en ég ber fullt traust til liðsfélaga minna og vissi að þeir sem væru inn á myndu klára leikinn,“ sagði kátur Jovan Zdravevski efitr 107-105 sigur Stjörnunnar á KR í kvöld. Stjarnan jafnaði einvígið 1-1 þar sem Jovan gerði 25 stig í leiknum en mátti fylgjast með æsispennandi lokamínútum af bekknum þar sem hann fékk fimmtu villuna sína þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka.
,,Fyrir fyrsta leikinn var mikið pælt í því hvort það væri kostur eða ókostur að hafa fengið 11 daga hvíld, við sáum eftir fyrsta leikinn að biðin var greinilega ókostur en við náðum að rétta úr kútnum í kvöld,“ sagði Jovan en hver fannst honum vera helsti munurinn á Stjörnuliðinu í þessum tveimur fyrstu leikjum?
 
,,Við vorum ákveðnir og lékum stíft gegn Snæfell og það er okkar leikur. Í fyrsta leiknum gegn KR vorum við ekki nægilega grimmir og kannski smá stressaðir en eftir þennan fyrsta leik sáum við hvað gera þurfti og erum komnir aftur á rétt spor og lékum stíft í 40 mínútur,“ sagði Jovan en við hverju býst hann í leik þrjú á sunnudag?
 
,,Sá leikur og reyndar KR leikir velta mikið á frammistöðu Brynjars, hann skiptir KR miklu máli og við munum einbeita okkur að þessu í leik þrjú og fara í vesturbæinn til að ná í sigur. Þá er mikilvægt að menn séu að leggja í púkkið og í kvöld voru sex leikmenn hjá okkur með tíu stig eða meira og það er erfitt fyrir öll lið að eiga svör við þannig frammistöðu.“
 
Mynd/ [email protected] – Jovan setti 25 stig fyrir Stjörnuna í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -