spot_img
HomeFréttirJovan endurnýjar við Stjörnuna

Jovan endurnýjar við Stjörnuna

 
Stjarnan endurnýjaði á dögunum samning við Jovan Zdravevski og mun hann því leika með liðinu á næstu leiktíð, en fyrri samningur Jovans rann út við lok sl. tímabils. Jovan hefur nú leikið með Stjörnunni frá byrjun árs 2008 og hefur verið gríðarlega mikilvægur leikmaður og átt stóran þátt í þeim árangri sem liðið hefur náð á síðustu tveim tímabilum. Hann skoraði 20.4 stig og tók 6 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð og var með 40% þriggja stiga nýtingu. Þetta kemur fram á www.stjarnan-karfa.is 
Jovan hefur verið einn af sterkustu mönnum úrvalsdeildarinnar frá því að hann kom til Íslands árið 2004, þar sem hann lék fyrst með Skallagrími, svo stuttlega með KR en kom eins og áður segir í Garðabæinn í janúar 2008. Hann er frá Makedóníu en með íslenskan ríkisborgararétt.
 
Mynd: Jovan ásamt Gunnari Kr. Sigurðssyni formanni Körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar við undirritun samingsins.
Fréttir
- Auglýsing -