spot_img
HomeFréttirJovan áfram hjá Skallagrím

Jovan áfram hjá Skallagrím

{mosimage}

Skallagrímur hefur samið við Jovan Zdravevski til tveggja ára en hann hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár. www.mbl.is greinir frá.

Zdravevski er Makedóníumaður og var lykilleikmaður Skallagríms í úrvalsdeildinni í vetur en liðið átti góðu gengi að fagna á síðustu leiktíð og mættu Njarðvíkingum í úrslitum Iceland Express deildarinnar.

Ólafur Helgason formaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms sagði í samtali við mbl.is  að samningaviðræður standi yfir með Dimitar Karadovski sem er einnig frá Makedóníu og býst Ólafur við að gengið verði frá 2 ára samningi við leikstjórnandann á allra næstu dögum.

„Bandaríkjamaðurinn George Byrd hefur einnig áhuga á að koma aftur til okkar en það mál mun ekki skýrast fyrr en eftir nokkrar vikur. Aðrir leikmenn liðsins verða allir áfram og við teljum okkur geta gert góða hluti á næstu leiktíð," sagði Ólafur í samtali við mbl.is

Frétt af www.mbl.is

Mynda af www.skallagrimur.is

Fréttir
- Auglýsing -