spot_img
HomeFréttirJoshua Helm til KR

Joshua Helm til KR

17:39

{mosimage}

Körfuknattleiksdeild KR hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Joshua Helm og mun hann leika með meistaraflokki karla á næsta tímabili. Joshua lék með KFÍ fyrir tveimur árum og var þá valinn besti erlendi leikmaðurinn í úrvalsdeildinni.

Joshua, sem er 25. ára, hefur leikið í hollensku úrvalsdeildinni undafarin tvö keppnistímabil. Í vetur skoraði hann um 20 stig og tók 10 fráköst í leik. Þrátt fyrir að lið KFÍ hefi ekki beint verið upp á marga fiska keppnistímabilið 2004-2005, með fullri virðingu, þá var Joshua Helm allt í öllu í því liði. Hann skoraði 37,2 stig að meðaltali í leik og tók 14 fráköst. Mest skoraði hann 48 stig í einum leik. Joshua mun koma til með að nýtast KR-liðinu einstaklega vel og verða þeir erfiðir viðureignar í teignum, Joshua og Fannar. Koma Joshua staðfestir þó að Tyson Patterson mun ekki leika með KR á næsta keppnistímabili en að sögn Böðvars Guðjónssonar, formanns kkd. KR, þá ákvað hann að reyna fyrir sér annars staðar.

Um komu Joshua Helm hafði Böðvar þetta að segja. "Joshua er svipaður leikmaður og ég var, þ.e. tekur pláss inn í teig og þannig mann þurfum við. Hann er gríðarlega duglegur leikmaður og fylginn sér og á vafalítið eftir að falla vel inn í það umhverfi sem við höfum skapað. Auk þess sem hann er drengur góður  utan vallar sem innan. Það er okkur mikilvægt að vera með leikmenn sem hugsa fyrst og fremst um KR og að vera félaginu til sóma. Á síðasta tímabili voru fráköst stundum höfuðverkur hjá liðinu en með tilkomu Joshua höfum við styrkt okkur í þeim þætti. Það er gaman að segja frá því að Evrópukeppnin gerir það að verkum að leikmenn eins og Joshua Helm vilja ólmir koma til KR þar sem keppnin er stökkpallur fyrir erlenda leikmenn til að komast í sterkari deildir ef þeir standa sig",sagði Böðvar. Hann bætti við um Tyson að það væri auðvitað mikil eftirsjá í honum en óskaði honum alls hins besta á nýjum vígstöðum.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: Arnold Meijer

Fréttir
- Auglýsing -