spot_img
HomeFréttirJosh Smith fljótastur í 1.000 varin

Josh Smith fljótastur í 1.000 varin

Háloftafuglinn Josh Smith hefur undanfarin ár glaðið unnendur körfuknattleiks í Atlanta sem og víða með ótrúlegum loftfimleikum sínum. Ótrúlegar troðslur þar sem hann virðist svífa eru ósjaldan meðal helstu tilþrifa NBA-deildarinnar. Smith sem er frábær troðari er einnig frábær varnarmaður og hefur hann nú varið 1.000 skot frá andstæðingum sínum.
Setti hann met í NBA-deildinni þegar hann varði skot Nenad Kristic í vikunni í leik gegn Oklahoma City. Var þetta hans 1.000 varða skot og var hann þar með yngsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi að ná því afreki að verja 1.000 skot aðeins 24 ára og 59 daga gamall. Fyrra metið var í höndum Benoit Benjamin sem var 25 ára og 128 daga gamall þegar hann varði sitt 1.000 skot. En hann lék með fjölmörgum NBA-liðum á síðustu öld en hann var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 1985.
 
Josh Smith er í 2.-3. sæti í NBA yfir flest varin að meðaltali í leik 2.19 en Dwight Howard leiðir listann með 2.74 að meðaltali.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -