Skallagrímur hefur sótt sér liðsstyrk fyrir komandi leiktíð í 1. deild karla, en Borgnesingar hafa samið við José Medina um að leika í grænu á næstu leiktíð.
Medina er leikstjórnandi sem kemur til Skallagríms frá Hamri, en hefur leikið hér á landi undanfarin ár við góðan orðstír hjá Þór Þorlákshöfn og Haukum auk Hamars.



