spot_img

Jordan Semple til ÍR

ÍR hefur samið við Jordan Semple um að leika með liðinu í Subway deild karla.

Jordan er 29 ára gamall, 201 cm, franskur kraftframherji sem síðast lék fyrir Kataja í finnsku úrvalsdeildinni, en áður hefur hann leikið fyrir liðin á Spáni, í Svíþjóð, Búlgaríu og í heimalandinu Frakklandi.

Þá hefur ÍR samkvæmt heimildum Körfunnar sagt upp samningi sínum við Shakir Smith, sem lék fyrstu sjö leiki tímabilsins í Subway deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -