Þetta er gullmoli fyrir svona nostalgíukalla eins og mig. Samantekt á viðureign Chicago Bulls og Detroit Pistons í úrslitakeppninni 1990, en þá uppgötvaðist hugtakið “The Jordan Rules” eða Jordan-reglurnar.
Jordan-reglurnar var varnarstrategía Chuck Daly, þjálfara Pistons á þessum tíma. Pistons voru hinir alræmdu Bad Boys og báru nafn með rentu eins og þetta myndband sýnir. Þetta myndband vekur einnig athygli á hversu ótrúlega gott varnarlið Pistons voru og hversu mikill snillingur Chuck Daly var að geta slökkt á frábæru Bulls liðinu með Jordan sjálfan í fararbroddi. Sýnir einnig muninn á deildinni þá og í dag, þar sem margt sem var leyft þarna væri dauðasynd í dag. Hafið það í huga þegar þið berið saman þá bestu í dag við þá sem sköruðu fram úr á þessum tíma.



