spot_img
HomeFréttirJones frjálst að semja við Heat

Jones frjálst að semja við Heat

22:33 

{mosimage}

 

 

Eddie Jones er frjálst að fara frá Memphis Grizzlies eftir að hann samþykkti í gær að hægt væri að kaupa hann út úr samningi sínum við Grizzlies með þeim afleiðingum að hann verði af 300 þúsund dollurum launa sinna. Það ætti ekki að koma við kauða sem er með 15,7 milljónir dollar í laun.

 

Á fimmtudagsmorgun verður gengið frá skriffinnskunni í málinu og þá verður Jones frjálst að semja við hvaða lið sem er í NBA deildinni. Heimildir vestanhafs herma að Jones muni semja við Heat og taka þátt í titilvörn liðsins og þá gæti hann orðið löglegur á fimmtudagsnótt með liðinu er Heat mæta Cleveland Cavaliers.

 

Jones á 12 ár að baki í deildinni og var hann í fimm ár hjá Heat áður en honum var skipt til Grizzlies sumarið 2005. Hann hefur aðeins gert 5,6 stig að meðaltali í leik í vetur en þar á undan var hann allan sinn feril með 16,0 + stig að meðaltali í leik á tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -