spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaJonathan Lawton til Akureyrar

Jonathan Lawton til Akureyrar

Þór Akureyri hefur samið við bakvörðinn Jonathan Lawton um að leika með liðinu á næsta tímabili í Dominos deild karla. Jonathan er 25 ára Bandaríkjamaður sem síðast lék með Tralee í írsku úrvalsdeildinni, en þar vann liðið deildarmeistaratitil áður en leik var hætt vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bakvörðinn Jonathan Lawton fyrir komandi tímabil.

Lawton sem er 25 ára kemur frá Williamstown í New Jersey.  Hann spilaði síðast í Írsku úrvalsdeildinni en þar leiddi hann lið Tralee til deildarmeistaratitils áður en deildarkeppninni var hætt vegna Covid19 faraldursins. 

Þar áður spilaði Lawton fyrir Florida Southern College í NCAA2 í deild háskólaboltans í svokallaðri Sunshine State Conference. Nokkrir leikmenn sem spilað hafa í Dominos deildinni hafa einmitt spilað í  Sunshine State Conference. Til dæmis Elvar Friðriksson (Njarðvík og Barry), Valur Orri Valsson (Keflavík og Florida Tech), Jamal Palmar (Þór Ak. Og Lynn) og Kevin Capers (ÍR og Florida Southern). 

Lawton var á lokaári sýnu með 22,5 stig, 3,6 stoðsendingar og 3,5 fráköst að meðaltali í leik. Það skilaði honum því að vera valinn mikilvægasti leikmaður (MVP) Sunshine State Conference.

Við Þórsarar bindum miklar vonir við kappann og hlökkum til að sjá hann á fjölum Íþróttahallarinnar von bráðar.

Fréttir
- Auglýsing -