19:20
{mosimage}
Breiðabliksmenn fengu nú á dögunum liðsstyrk af Suðurnesjunum en Njarðvíkingurinn Jónas Ingason gekk til liðs við þá. Jónas lék reyndar síðasta tímabil með Þrótti í Vogum í 1. deild.
Jónas hefur leikið 12 leiki í úrvalsdeild og skoraði 2 stig.
Karfan.is náði á Jónasi og spurði hvers vegna hann væri á leið í Breiðablik og hvernig honum litist á næsta vetur.
,,Einar hefur verið að þjálfa mig í mörg á ár og ég kann mjög vel við hann og svo eru Blikar með spennandi lið og held við eigum eftir að koma á óvart og stríða "stóru" liðunum og ég tel alveg raunhæft að við komumst í úrslitakeppnina.”
Mynd: [email protected]