14:45
{mosimage}
Þá eigum við bara eftir að heyra hvað Jón Þór Þórðarson þjáfari Akurnesinga hafði að segja um undanúrslitin í 2. deild en Akurnesingar heimsækja Laugdæli í kvöld í leik um sæti í 1. deild.
Við erum fyrst og fremst að iðka körfuknattleik okkur til heilsubótar og skemmtunar, en að sjálfsögðu tökum við þátt í keppni til að sigra. Ef við vinnum okkur rétt til þess að fara upp í 1. deild munum við skoða það mjög alvarlega, en vandi okkar liggur einkum í því hvað við erum með fámennan hóp og kjarni liðsins er um og yfir þrítugt. Við þyrftum að styrkja okkur til að vera samkeppnishæfir í 1. deildinni en við höfum takmarkað bolmagn til að kaupa til okkar leikmenn.
Mynd: Jón Þór Þórðarson



