Jón Sverrisson meiddist illa snemma í janúarmánuði þegar Fjölnismenn heimsóttu Stjörnuna í Domino´s deild karla. Gert var ráð fyrir því að Jón yrði frá næsta árið eða svo. Karfan.is heyrði í kappanum sem vonast til að verða klár í slaginn á nýjan leik í desember.
„Þetta skánar með hverjum deginum, sjúkraþjálfun og æfingar daglega. Verð 110% klár í desember giska ég á,“ sagði Jón sem mátti sjá á eftir Fjölni falla niður í 1. deild að lokinni deildarkeppninni í Domino´s deild.
Jón hefur ekki gert upp hug sinn með framhaldið og alls óvíst hvar hann muni bjóða krafta sína þegar hann kemst í gang á nýjan leik.
Mynd/ [email protected] – Jón fagnar hér með Tómasi Heiðari eftir að hafa gert sigurkörfu Fjölnis gegn ÍR fyrr á yfirstandandi tímabili.