spot_img
HomeFréttirJón stigahæstur í naumum sigri Zaragoza - Manresa tapaði stórt

Jón stigahæstur í naumum sigri Zaragoza – Manresa tapaði stórt

Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson voru á ferðinni í ACB deildinni á Spáni í dag þar sem Jón var stigahæstur sinna manna en Haukur mátti þola skell á útivelli með Manresa.
 
CAI Zaragoza 75-72 Asefa Estudiantes
Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í liði Zaragoza með 16 stig eins og liðsfélagi sinn Bracey Wright. Jón var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum á tæpum 33 mínútum. Með sigrinum er Zaragoza komið í 7. sæti deildarinnar með 11 sigra og 9 tapleiki.
 
Bizkaia 88-60 Manresa
Haukur Helgi Pálsson lék í 15 mínútur í liði Manresa og skoraði 4 stig og tók 1 frákast. Stigahæstur hjá Manresa var Adam Hanga með 13 stig. Manresa er í 12. sæti deildarinnar með 9 sigra og 11 tapleiki.
 
  

Fréttir
- Auglýsing -