spot_img
HomeFréttirJón Orri hættur

Jón Orri hættur

Jón Orri Kristjánsson hefur ákveðið að leggja skó sína á hilluna og segja skilið við körfuboltann að mestu leyti. Þetta staðfesti miðherjinn sem leikið hefur með Stjörnunni þetta tímabilið og lauk keppni á fimmtudag.  Jón Orri spilaði með Þór Akureyri árið 2008-2009 en fór svo til KR tímabilið 2010 og lék með þeim röndóttu í 4 ár eða þangað til hann fór í Stjörnuna og lék með þeim síðustu tvö tímabil. 

"Ég er allavega hættur að æfa körfubolta. Er svona ennþá að halda því opnu að hugsanlega spila með Skaganum á næsta ári ef ég get eitthvað án þess að æfa en ég er að flytja þangað. Þetta kemur aðallega til af tímaleysi. Vinn mikið og næ ekki að sinna krökkunum nóg útaf æfingum og vinnu." sagði Jón Orri í samtali við Karfan.is

En hvað stendur uppúr á ferlinum?

"2011 tímabilið mun sita lengi með mér. 2010 Kína ferðin var mjög minnisstæð líka. Annars er nú svo skrýtið að það sem situr mest eftir er allt fólkið sem maður var að vinna með. Húsverðir, stjórnarmenn, þjálfarar og leikmenn sem maður eyðir oft meiri tíma með heldur en fjölskyldunni. Það er alltaf það skemmtilegasta í þessu. Titlarnir sem maður vann staldra styttra við en liðin."

Jón Orri tók rúmlega 4 fráköst á leik og skoraði um 5 stig að  meðaltali á ferli sínum í úrvalsdeild.

Fréttir
- Auglýsing -