spot_img
HomeFréttirJón Orri áfram hjá Þór

Jón Orri áfram hjá Þór

12:05
{mosimage}

(Jón Orri með Þórsurum þar sem þeir féllu í Vesturbæ)

Baráttujaxlinn Jón Orri Kristjánsson gerði nýverið tveggja ára áframhaldandi samning við Þór Akureyri og mun því leika með Norðanmönnum í 1. deild á næstu leiktíð. Jón Orri var einn af máttarstólpum Þórsara í vetur með 9,9 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik. Þórsarar féllu úr Iceland Express deild karla ásamt Skallagrímsmönnum.

Jón Orri sagði í samtali við heimasíðu Þórs að honum liði vel á Akureyri og kvað það mikla og góða áskorun að koma Þór aftur í deild með bestu liðum landsins. Viðtal við Jón Orra og Kára Þorleifsson formann KKD Þórs má finna á heimasíðu félagsins: http://www.thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=3788

Myndir: www.thorsport.is og [email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -