spot_img
HomeFréttirJón og Pálína best hjá Keflavík

Jón og Pálína best hjá Keflavík

07:00

{mosimage}
(Birgir Bragason, Pálína Gunnlaugsdóttir og Jón Norðdal Hafsteinsson á lokahófinu)

Jón Norðdal Hafsteinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru kjörin bestu leikmenn meistaraflokka Keflavíkur á lokahófi félagsins sem fór fram um helgina. Keflvíkingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í karla- og kvennaflokki þannig að það hefur verið kátt í hófinu en þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

Lið ársins var skipað þeim Gunnari Einarssyni, Rannveigu Randversdóttur, Magnúsi Þór Gunnarssyni, Jón Norðdal Hafsteinssyni og Pálínu Gunnlaugsdóttur.

Framfaraverðlaun ársins hlutu þau Rannveig Randversdóttir og Sigurður G. Þorsteinsson og varnarmenn ársins voru þau Pálína Gunnlaugsdóttir og Gunnar Einarsson.

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -