06:00
{mosimage}
(Kristinn)
Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR-ingar var að vonum ángæður með sigur sinna manna gegn Tindastól í gærkvöldi og sagði góðan varnarleik og baráttu hafa skilað þessum sigri. Hann sagði liðið hafi verið í vandræðum með fráköst og það væri eitthvað sem liðið þurfi að vinna í.
Þegar fréttamaður karfan.is spyr Jón Arnar um hvort hann sé sammála því sem oft hafi verið sagt um ÍR liðið að þarna sé einn sterkasti hópurinn af íslenskum leikmönnum segir hann liðið svo sannarlega hafa möguleika á að vera það en liðið hafi ekki verið að sýna það í seinustu tveimur leikjum.
Fréttamaður karfan.is náði tali af Kristni Geir Friðrikssyni eftir að lið hans, Tindastóll, sótti ÍR heim. Hann var ekki par sáttur með leik sinna mann og sagði að ÍR hefði einfaldlega mætt ákveðnari til leiks í síðari hálfleik því þeir hefðu skorað 60 stig á Tindastól í síðari hálfleik og þar af 30 stig í þriðja leikhluta. Þar vill Kristinn meina að nokkrir dómar hafi fallið með ÍR sem hann vill meina að ekki hafi verið réttir. Kristinn sagði dómgæsluna í leiknum hafi verið sorglega og að dómarar leiksinns, Lárus Ingi Magnússon og Jóhann Gunnar Guðmundsson, þurfi að bæta sinn hlut. Kristinn sagði þó að sínir menn hefðu átt þetta tap og ekki hægt að kenna dómarapari kvöldsinns alfarið um það.
Tindastóll spilaði á fáum mönnum í gærkvöldi en 6 leikmenn liðsinns spiluðu í raun allan leikinn og 7. maðurinn sem spilaði náði ekki skot á körfuna. Kristinn viðurkennir að svona lítill hópur kunni að valda vandræðum þegar líður á leiktíðina.
Gísli Ólafsson
{mosimage}
(Jón Arnar)



