spot_img
HomeFréttirJón og Hörður byrja báðir á útivelli

Jón og Hörður byrja báðir á útivelli

Keppni í ACB deildinni á Spáni hefst þann 12. október næstkomandi en fyrsti leikur tímabilsins verður viðureign CB Canarias og Rio Natura Monbus. Sjö af níu leikjum fyrstu umferðarinnar fara svo fram 13. október en þá verður landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson á útivelli með CAI Zaragoza.
 
Jón Arnór og CAI Zaragoza komust eftirminnilega í undanúrslit í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut gegn meisturum Real Madrid en Zaragoza hefur leiktíðina 2013-2014 á útivelli gegn Bilbao Basket. Hörður Axel Vilhjálmsson og CB Valladolid fá heldur betur storminn í fangið því þeir byrja á útivelli gegn meisturum Real Madrid en það er einmitt síðasti leikur fyrstu umferðar og fer fram þann 15. október.
 
Fyrsta umferðin í ACB deildinni
 
2013-14 Liga Endesa – DAY 1
 
Fréttir
- Auglýsing -