spot_img
HomeFréttirJón með tíu stig í 17 stiga tapi Granada

Jón með tíu stig í 17 stiga tapi Granada

 
Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig í dag þegar CB Granada mátti enn eina ferðina þola ósigur í ACB deildinni á Spáni. Granada er sem fyrr á botni deildarinnar og hefur leiktíðin hjá liðinu verið ein samfelld þrautarganga. Granada heimsótti Bilbao Basket á útivöll í dag þar sem lokatölur voru 85-68 Bilbao í vil.
Jón sem er lykilmaður liðsins skoraði 10 stig í leiknum á tæpum 28 mínútum, þá var hann einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Börsungar eru sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 sigra og 4 tapleiki og ekki þar lang á eftir koma erkifjendur þeirra í Real Madrid með 21 sigur og 6 tapleiki.
 
Fréttir
- Auglýsing -