Jón Arnór Stefánsson skoraði 12 stig í dag þegar lið hans CB Granada mátti sætta sig við 75-64 ósigur á útivelli í ACB deildinni á Spáni. Jón var ekki í byrjunarliðinu en skoraði engu að síður 12 stig eins og liðsfélagi sinn Jesús Fernández. Jón var einnig með fjögur fráköst í leiknum og tvær stoðsendingar á rúmum 27 mínútum.
Nú þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni hjá Jóni og Granada er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar með 7 sigra og 24 tapleiki. Tvö neðstu lið deildarinnar falla svo ekki er öll nótt úti enn hjá Granada.